Gunnar I Birgisson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, segir að tillaga Ólafs Þórs Gunnarssonar, bæjarfulltrúa VG, um stjórnsýsluúttekt sé fyrir neðan allar hellur því um sé að ræða alvarlegar ásakanir á hendur sitjandi bæjarfulltrúum og ekki síst starfsmönnum bæjarins.
Á fundi bæjarráðs 29. apríl sl. lagði Ólafur Þór til að kosin yrði fimm manna nefnd óháðra sérfræðinga með það að aðalverkefni að kanna stjórnsýslu bæjarins og aðkomu stjórnmálamanna að fjárhagslegum ákvörðunum á undanförnum árum og skyldi hún skila af sér ekki síðar en 31. ágúst nk.
„Þetta er ósmekkleg tillaga,“ segir Gunnar. Fyrir utan ósvífnina kosti svona rannsókn tugi milljóna króna auk þess sem allóljóst sé með fyrirhugað umboð nefndarinnar.
Sjá nánar um þetta í Morgunblaðinu í dag.