Gosefnin fjórðungur Surtseyjar

Eyjafjallajökull í ham.
Eyjafjallajökull í ham. Ragnar Axelsson

Gosmökkurinn í Eyjafjallajökli  hefur undanfarna daga gjarnan verið á bilinu fimm til sex kílómetrar á hæð og stundum raunar átta til níu km. Það bendir til þess að sögn Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings að gosinu sé fjarri því lokið.

„Hæð gosmarkar er góður mælikvarðinn á styrk eldgoss,“ segir Haraldur. Mökkurinn í  gosinu á Eyjafjallajöklu nú hefur þó aldrei náð sömu hæð og nokkrum fyrri sprengigosum  hér á landi. Þannig náði mökkurinn í  upphafi eldgossins í Heklu í mars 1947 rúmlega 20 kílómetra hæð sem var ámóta og í Öskjugosinu 1875. Í Kötlugosinu 1918 náði mökkurinn alls fjórtán km. hæð.

Um 250 milljón rúmmetrar af gosefnum hafa komið úr eldstöðinni í
Eyjafjallajökli síðan gosið þar hófst fyrir um einum mánuði. Það er fjórðungur af því sem kom upp í Surtseyjareldum sem stóðu frá 1963 til 1967 en gosefnin þá voru einn milljarður rúmmetra eða einn rúmkílómetri.

Surtsey í sudda, útvörður Íslands í suðri.
Surtsey í sudda, útvörður Íslands í suðri. Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert