Lífeyrissjóðirnir bíða eftir stjórnvöldum

Ragnar Önundarson
Ragnar Önundarson

Ástæða þess að engar ákvarðanir hafa enn verið teknar um aðkomu  lífeyrissjóðanna að fjármögnun framkvæmdanna er sú að stjórnvöld hafa enn ekki tekið ákvarðanir um verkefni sem lífeyrissjóðirnir geta tekið afstöðu til. Þetta segir Ragnar Önundarson, stjórnarformaður Lífeyrissjóð verslunarmanna í ársskýrslu sjóðsins.

„Stöðuleikasáttmáli aðila vinnumarkaðarins, ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga var undirritaður um mitt ár 2009. Hann felur í sér að ríkisstjórnin gengur til samstarfs við lífeyrissjóðina um að þeir fjármagni stórar framkvæmdir með sérstakri fjármögnun. Lífeyrissjóðirnir hafa brugðist jákvætt við ósk ríkisstjórnarinnar um viðræður og fljótlega var aðgerðarhópur skipaður sem í eru fulltrúar stærstu lífeyrissjóðanna ásamt Landssamtökum lífeyrissjóða.


Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar um aðkomu lífeyrissjóðanna að fjármögnun framkvæmdanna og er ástæðan sú að stjórnvöld hafa enn ekki tekið ákvarðanir um verkefni sem lífeyrissjóðirnir geta tekið afstöðu til. Fulltrúar lífeyrissjóðanna hafa í þessum viðræðum sem öðrum lagt megin áherslu á traustar tryggingar fyrir endurgreiðslu lána,“ segir Ragnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert