Staða bænda rædd á Selfossi

Jón Bjarnason landbúnaðaráðherra.
Jón Bjarnason landbúnaðaráðherra. mbl.is/Sigurður Bogi

Landbúnaðarráðherra mun í kvöld funda með hluta samráðshóps ráðuneytisins vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Fundurinn fer fram á Selfossi. Fram kemur í tilkynningu að mögulega þurfi að grípa til umfangsmeiri aðgerða vegna landbúnaðar á svæðinu, en áður hafi verið talið.

„Ljóst er að eftir því sem að eldgosið og tilheyrandi öskufall dregst á langinn er mögulegt að grípa þurfi til mun umfangsmeiri aðgerða vegna landbúnaðar á svæðinu en áður var talið. Sérstaklega þarf að skoða stöðu sauðfjábænda þar sem að sauðburði er víða að ljúka en allt fé enn á húsi sem ekki getur gengið til lengdar.

Bregðast þarf strax við þessari stöðu sem upp er komin,“ segir í tilkynningu.

Auk Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og  landbúnaðarráðherra, mun aðstoðarmaður ráðherra, ráðuneytisstjóri sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, yfirdýralæknir, framkvæmdstjóri Búnaðarsambands Suðurlands, landgræslustjóri og sveitarstjóri Rangárþings-eystra mæta á fundinn.

Þar verður farið yfir stöðu mála og mögulegar aðgerðir ræddar, sem til framkvæmda  geti komið á næstunni og snerti landbúnað á þeim svæðum sem orðið hafa verst úti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert