„Það er ekki verandi úti“

mbl.is/Kristinn

Aska fellur nú við Skóga og austanverð Eyjafjöll. Að sögn lögreglu er allt grátt við Skóga og fáir á ferli. Öskufallið er hins vegar minna en var í gær og því er skyggni ágætt.

Lögreglumenn frá Hvolsvelli eru að ræða við bændur undir Eyjafjöllum. Ljóst sé að staðan sé erfið.  „Það er ekki verandi úti. Maður verður allur grár,“ segir lögreglumaður í samtali við mbl.is.

Í dag eru horfur á öskufalli suðaustur af eldstöðinni en á morgun má búst við öskufalli austur af henni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka