Tölvuleikir barna: Foreldrar lítið meðvitaðir

Guðjón H. Hauksson foreldri og kennari við Menntaskólann á Akureyri.
Guðjón H. Hauksson foreldri og kennari við Menntaskólann á Akureyri. mbl..is/Skapti

Guðjón H. Hauksson, faðir og tölvukennari á Akureyri, hefur sýnt fram á að krakkar komast í tæri við vafasamara efni í gegnum netið en flesta foreldra óri fyrir. 

„Ég á þrjú börn – það elsta á tólfta ári – og reyni að fylgjast með enda hef ég mikinn áhuga á tölvum og því hvernig við getum hagnýtt okkur þær í leik og starfi,“ segir Guðjón H. Hauksson, kennari í upplýsingatækni við Menntaskólann á Akureyri, í samtali við Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur í SunnudagsMogganum.

Guðjón ritaði grein á vefsíðu Samtaka, svæðisráðs foreldra nemenda í grunnskólum Akureyrar um tölvuleiki sem vinsælir eru meðal barna og unglinga en foreldrar virðast vera lítið meðvitaðir um hvað innihalda. Greinin hefur komið af stað umræðum um þessi mál svo um munar og farið víða.

Óhætt er að segja að myndskeið sem fylgir greininni, þar sem Guðjón klippir saman brot úr þessum leikjum, hafi fangað athygli foreldra og kennara, enda er efnið í meira lagi óhugnanlegt. „Ég ætlaði bara að skrifa lítið bréf til foreldra í bekk sonar míns til að benda þeim á síður sem hjálpa manni að átta sig á þessum leikjum. En bréfið varð alllangt og svo fannst mér að þetta yrði líka að vera myndrænt svo ég setti upp þetta myndband og þannig vatt þetta upp á sig.“

Í framhaldinu var haldinn opinn fundur fyrir alla foreldra á Akureyri sem var vel sóttur. Viðbrögðin þar voru sterk. „Það sem sló mig helst var að foreldrar virðast ekki gera sér nokkra grein fyrir þeim heimi sem blasir við börnunum í tölvunni. Ég átti ekki von á því. Ég hélt að foreldrar fylgdust betur með tölvunotkun barna sinna.“

Nánari umfjöllun í SunnudagsMogganum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka