Gríðarleg sóun vegna gjaldeyrishafta

Tryggvi Þór Her­berts­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði á Alþingi hann, að gjald­eyr­is­höft­in hefðu í för með sér gríðarlega sóun.

Til marks um það sagði Tryggvi Þór, að nú hagnaðist ein­hver ólög­lega um 121 krónu við sölu hverr­ar evru á af­l­ands­markaði vegna þess mis­mun­ar, sem væri á gengi krón­unn­ar á inn­lend­um markaði og af­l­ands­markaði. Kaup­gengi evru hefði í dag verið 285 krón­ur á af­l­ands­markaði en tæp­ar 164 krón­ur í Seðlabank­an­um.

Tryggvi Þór fór fram á umræðu utan dag­skrár á Alþingi um af­nám gjald­eyr­is­haft­anna og lýsti þeirri skoðun sinni, að nú sé lag að af­nema höft­in.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, sagði að gjald­eyr­is­höft­in hefðu veitt krón­unni mik­il­vægt skjól og gert kleift að lækka vexti meira en ella. Frek­ari aðgerða geti verið að vænta sem geri Ísland bet­ur í stakk búið til að ná utan um krónu­eign er­lendra aðila hér og styrkja gjald­eyr­is­vara­sjóðinn.

Stein­grím­ur sagði, að út­færð áætl­un lægi fyr­ir um hvernig af­nema eigi gjald­eyr­is­höft­in í áföng­um og sá fyrsti hefði verið fram­kvæmd­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka