Guðbjartur heldur að ekki komi til „almennra skatta“

Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefnfdar á Alþingi
Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefnfdar á Alþingi mbl.is/Eggert

„Ríkisstjórnin stýrir þessari vinnu í augnablikinu og að því er ég veit best eru menn að leggja línurnar fyrir það hvernig eigi að gera þetta en það lítur út fyrir núna að þetta verði 30-40 milljarðar í niðurskurði.

Svo verður einhver hluti í tekjuaukningu en það verður ekki í formi almennra skatta, held ég. En það hefur ekki komið fram neinn ágreiningur um þessa þætti,“ segir Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar.

Ólöf Nordal, sem á sæti í nefndinni, segir óljóst hvort aðlögun vegna 50 milljarða halla verði fengin með niðurskurði eingöngu eða einnig skattlagningu. Hún telur að ágreiningur milli Samfylkingar og Vinstri grænna valdi því að niðurskurðartalan sé enn á reiki.

„Ég hef miklar áhyggjur af því að það sé stórkostlegur ágreiningur þarna og langt í frá að við sjáum hvað ríkisstjórnin ætli að gera. Við vitum að það er 100 milljarða halli og það þarf að taka 50 milljarða aðlögun núna og ríkisstjórnin er búin að láta í það skína að það verði ekki svo mikið en ég held bara að þau séu ekki búin að ná samkomulagi um það.“

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert