Útlit er fyrir að gengið verði frá sölu á hlut Geysis Green Energy í HS Orku til kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy.
Að sögn Alexanders K. Guðmundssonar, forstjóra Geysis Green, verður blaðamannafundur haldinn í dag, en hann sagðist ekki geta sagt meira að svo stöddu um efni fundarins. Gera má hins vegar ráð fyrir því að þar verði greint frá sölu á hlut í HS Orku.
Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.