Matvælastofnun er samkvæmt nýrri reglugerð falið að starfrækja kvótamarkað með greiðslumark mjólkur, sem á að halda tvisvar á ári, 1. júní og þann 1. desember ár hvert.
Markaðurinn er settur upp að danskri fyrirmynd þar sem að eingöngu geta orðið viðskipti á jafnvægisverði. Fram kemur í tilkynningu frá landbúnaðarráðuneytinu, að markmið breytinganna sé að fjárhagslegur stuðningur við greinina nýtist sem best til að lækka vöruverð til neytenda og að greinin geti þróast þannig að nauðsynleg kynslóðaskipti geti orðið í hópi mjólkurframleiðenda og unnt sé að nýta framleiðsluaðstöðuna með eðlilegum hætti.
Breytingunum er nánar ætlað að stuðla að réttlátari skiptingu ávinnings heildarinnar, seljenda, kaupenda og neytenda af viðskiptunum t.d. með því að auka gagnsæi, ná meira jafnvægi í verðum og jafna stöðu kaupenda og seljenda hvað varðar upplýsingar um markað fyrir greiðslumark.
Jafnframt sé verið að koma tímabundið í veg fyrir að ráðstöfum greiðslumarks frá einstökum býlum í fjárhagsvanda eigi sér stað, án þess að áhrif á heildar stefnumótum liggi fyrir.