Mikið sprengigos í gangi

Mikið sprengigos er enn í gangi í Eyjafjallajökli.
Mikið sprengigos er enn í gangi í Eyjafjallajökli. mbl.is/RAX

Mikið sprengigos er í gangi í Eyja­fjalla­jökli en vís­bend­ing­ar eru um að held­ur hafi dregið úr virkn­inni frá því hún náði há­marki 13. maí. Tölu­vert gjósku­fall er í nærsveit­um og má bú­ast við áfram­hald­andi gjósku­falli. Bú­ast má við tölu­verðum sveifl­um í styrk goss­ins.

Þetta kem­ur fram í stöðuskýrslu Jarðvís­inda­stofn­un­ar Há­skól­ans og Veður­stof­unn­ar um gosið í Eyja­fjalla­jökli. Ekk­ert hef­ur sést til gosstöðvanna í dag en gos­mökk­ur ligg­ur í 6-7 km hæð sam­kvæmt veðurrat­sjá og rís beint upp af fjall­inu.

Til­kynn­ing­ar um ösku­fall hafa komið frá Hæli í Gnúp­verja­hreppi, á
veg­in­um að Sult­ar­tanga­virkj­un og Laug­ar­ási í Bisk­upstung­um þar sem
ask­an var örfín og grá. Þá barst Veður­stof­unni til­kynn­ing um að drun­ur hefðu heyrst í Vall­ar­hverfi í Hafnar­f­irði. Stöðugar eld­ing­ar, eða hátt í 10 á klukku­stund, hafa mælst á eld­inga­mæl­um bresku veður­stof­unn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert