Ræddu við lífeyrissjóði

For­svars­menn Magma Energy ræddu við líf­eyr­is­sjóði um að taka þátt í fjár­fest­ing­unni í HS Orku. Heild­ar­fjárfest­ing Magma í HS Orku nem­ur nú um 32 millj­örðum króna.

Að sögn Ross Beaty, for­stjóra Magma, tókst ekki að fá líf­eyr­is­sjóði með í fjár­fest­ing­una. Það tókst ekki. Beaty nefndi að Magma væri að borga hátt verð fyr­ir hluta­bréf­in í HS Orku sam­kvæmt öll­um skil­grein­ing­um. 

Með kaup­un­um fær­ist eign­ar­hald á auðlind­um ekki er­lend­is. Magma Energy hef­ur hins veg­ar nýt­ing­ar­rétt á auðlind­um HS Orku til næstu 45 ára. Auðlind­ir á Reykja­nesi eru í eigu Reykja­nes­bæj­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert