Ríkið fái forkaupsrétt

Ross Beaty, forstjóri Magma Energy
Ross Beaty, forstjóri Magma Energy

Magma Energy, sem mun brátt eiga tæplega 99% hlut í jarðvarmafyrirtækinu HS Orku, hefur átt í viðræðum við íslensk stjórnvöld um að vilji kanadíska fyrirtækið selja frá sér hlut í HS, muni stjórnvöld fá forkaupsrétt á þann hlut.

Fréttamannafundur stendur nú yfir í ráðstefnuhúsinu Eldborg við Bláa lónið. Ross Beaty, forstjóri Magma Energy, segir að orkuverð verði ekki hækkað til almennings.

„Við viljum sanna fyrir öllum á Íslandi að við getum veitt jafngóða þjónustu og fyrirtæki á borð við Orkuveitu Reykjavíkur. Ég tel að hollt sé að einkageirinn veiti hinu opinbera á þessu sviði. Einhverjir munu alltaf verða á móti veru erlendra aðila á þessum markaði. En ég bið um að okkur sé gefinn tími til að sanna okkur. Við erum ekki á eftir skammtímagróða, þvert á móti eigum við von á að mörg ár muni líða þar til fjárfestingin fer að skila sér til baka," sagði Beaty. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert