Ríkið leysi til sín hlut Magma

HS Orka.
HS Orka. mbl.is/Ómar

Þingmenn Hreyfingarinnar mótmæla harðlega þeim vinnubrögðum ríkisstjórnarflokkanna og þingmanna þeirra sem leitt hafa til sölu á orkuauðlindum Suðurnesja til erlendra aðila. Hreyfingin hvetur ríkisstjórnin leysi þegar í stað til sín eignarhlut Magma Energy.

Þetta segir í tilkynningu frá Hreyfingunni sem er svohljóðandi:

„Þingmenn Hreyfingarinnar mótmæla harðlega þeim vinnubrögðum ríkisstjórnarflokkanna og þingmanna þeirra sem leitt hafa til sölu á mikilvægustu auðlind þjóðarinnar úr landi.

Í nefnd um erlenda fjárfestingu var það fulltrúi Samfylkingarinnar sem beitti sér harðast allra fyrir sölu HS Orku til sænska skúffufyrirtækisins Magma Energy. Sú niðurstaða hefur nú með þegjandi samþykki Vinstri Grænna leitt til þess að orkuauðlindir Suðurnesja munu verða nýttar af erlendu gervifyrirtæki meira en mannsaldur fram í tímann og arðurinn hverfa úr landi í stað þess að nýtast þjóðinni.

Eðlilegt er að ríkisstjórn Íslands stöðvi þessa þróun og leysi þegar í stað til sín umræddan eignarhlut skúffufyrirtækisins Magma Energy.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert