Ríkið leysi til sín hlut Magma

HS Orka.
HS Orka. mbl.is/Ómar

Þing­menn Hreyf­ing­ar­inn­ar mót­mæla harðlega þeim vinnu­brögðum rík­is­stjórn­ar­flokk­anna og þing­manna þeirra sem leitt hafa til sölu á orku­auðlind­um Suður­nesja til er­lendra aðila. Hreyf­ing­in hvet­ur rík­is­stjórn­in leysi þegar í stað til sín eign­ar­hlut Magma Energy.

Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá Hreyf­ing­unni sem er svohljóðandi:

„Þing­menn Hreyf­ing­ar­inn­ar mót­mæla harðlega þeim vinnu­brögðum rík­is­stjórn­ar­flokk­anna og þing­manna þeirra sem leitt hafa til sölu á mik­il­væg­ustu auðlind þjóðar­inn­ar úr landi.

Í nefnd um er­lenda fjár­fest­ingu var það full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sem beitti sér harðast allra fyr­ir sölu HS Orku til sænska skúffu­fyr­ir­tæk­is­ins Magma Energy. Sú niðurstaða hef­ur nú með þegj­andi samþykki Vinstri Grænna leitt til þess að orku­auðlind­ir Suður­nesja munu verða nýtt­ar af er­lendu gervifyr­ir­tæki meira en manns­ald­ur fram í tím­ann og arður­inn hverfa úr landi í stað þess að nýt­ast þjóðinni.

Eðli­legt er að rík­is­stjórn Íslands stöðvi þessa þróun og leysi þegar í stað til sín um­rædd­an eign­ar­hlut skúffu­fyr­ir­tæk­is­ins Magma Energy.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert