Salan ekki án aðdraganda

Forsvarsmenn Geysis Green Energy og Magma Energy á blaðamannafundi í …
Forsvarsmenn Geysis Green Energy og Magma Energy á blaðamannafundi í dag. vf.is/Ellert

Stjórn Geys­is Green Energy tók ákvörðun um að selja frá sér eign­ir í lok síðasta árs, að sögn Al­ex­and­ers Guðmunds­son­ar, for­stjóra Geys­is.

„Ég held að við get­um verið sátt við verðið sem við selj­um okk­ar hlut í HS Orku á. Að sama skapi get­um við verið ánægð með þann aðila sem kaup­ir hlut­inn. Þarna höf­um við fundið eig­anda sem mun styrkja fyr­ir­tækið til áfram­hald­andi upp­bygg­ing­ar og styrk­ing­ar," seg­ir Al­ex­and­er.

Al­ex­and­er seg­ir for­svars­menn Geys­is sátta við söl­una: „Þó það sé auðvitað ákveðinn söknuður að horfa á eft­ir HS Orku. En ég veit að fé­lagið verður í góðum hönd­um á næstu árum."

Magma greiðir Geysi 16 millj­arða fyr­ir hlut­inn í HS Orku. Að mestu leyti er greitt með reiðufé, allt að 80%. Einnig mun Magma taka yfir skulda­bréf sem Geys­ir greiddi áður af.

Geys­ir Green Energy var stofnað árið 2007. Fé­lagið á nú í mikl­um skulda­vanda og hef­ur unnið að lausn hans í sam­vinnu við viðskipta­banka sinn, Íslands­banka.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert