Hollendingarnir lausir úr haldi

Skip þremenninganna við bryggju á Seyðisfirði
Skip þremenninganna við bryggju á Seyðisfirði mbl.is/Einar Bragi

Þrír hollenskir karlmenn eru lausir úr haldi lögreglu en þeir voru handteknir í gær í vegna rannsóknar á fíkniefnamáli. Að sögn Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnalögreglunnar, var þeim sleppt að loknum yfirheyrslum. Engin fíkniefni hafa fundist.

Mennirnir eru allir í áhöfn skips sem kom til hafnar á Seyðisfirði á laugardag en leit var gerð um borð í skipinu. Að beiðni sýslumannsembættisins á Seyðisfirði fer  lögreglan á höfuðborgarsvæðinu með rannsókn málsins, samkvæmt tilkynningu sem send var út í gær vegna málsins.

„Rannsóknin er unnin í samvinnu við lögregluyfirvöld í Hollandi og tengist haldlagningu á þremur tonnum af marijúana þar í landi. Aðgerðin hér er víðtæk en að henni hafa komið lögreglu- og tollyfirvöld á Austurlandi auk lögreglumanna frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og embætti ríkislögreglustjóra sem og tollvarða frá Tollstjóranum í Reykjavík," segir enn fremur í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert