Sveitarfélagið Reykjanesbær fjármagnar um tvo fimmtu kaupverðs Magma Energy á 52,3% hlut í HS Orku. Magma ræður nú yfir 98,53% hlutafjár í HS.
Þegar Geysir Green Energy (GGE) keypti stóran hlut af Reykjanesbæ á síðasta ári veitti sveitarfélagið 6,3 milljarða seljendalán til fyrirtækisins. Magma Energy tekur nú yfir þetta sama skuldabréf, en það er tryggt með veði í hlutabréfum í HS.
Af þeim 16 milljörðum sem Magma greiðir GGE fyrir 52,13% eru því um 6,5 milljarðar í beinhörðum peningum, 6,3 milljarðar í formi yfirtöku skuldabréfsins og líklegt er að afgangurinn verði í formi hlutabréfa í kanadísku móðurfélagi Magma Energy.
Sjá nánar ítarlega umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.