Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Alþingi í dag að hann teldi óskynsamlegt, við núverandi aðstæður, að skera sjávarútvegsráðuneytið mikið niður og færa undir iðnaðarráðuneytið.
Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Ásbjörn hvort sjálfstæðismenn myndu styðja tillögur ríkisstjórnarinnar um fækkun ráðuneyta. Ásbjörn sagði að erfitt væri að taka afstöðu til þeirra tillagna því þær hefðu ekki enn séð dagsins ljós á Alþingi.