Rannsóknin kostar 5 milljarða

Embætti sérstaks saksóknara
Embætti sérstaks saksóknara mbl.is/Golli

Ríkisstjórnin samþykkti  dag, að embætti sérsaks saksóknara verði lagt niður í lok ársins 2014 en þá á rannsókn embættisins á bankahruninu að vera lokið.

Samþykkt var að veita embættinu 470 milljóna króna aukafjárveitingu á þessu ári og að auka fjárveitingar til embættisins um 960 milljónir á árunum 2011 og 2012 hvort ár. Það þýðir að heildarfjárveitingar til embættisins árin 2011 og 2012 nema 1.280 milljónum króna hvort árið.

Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður við rannsóknina verði 5 milljarðar króna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert