Hreiðari Má Sigurðssyni og Ingólfi Helgasyni, fyrrverandi stjórnendum Kaupþings, var í gærkvöldi sleppt úr gæsluvarðhaldi. Þeir voru úrskurðaðir í farbann til 27. maí. Hreiðar hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar.
„Þeir eru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna og þegar þeir eru ekki lengur fyrir hendi er ekki tilefni til að halda þeim lengur inni. Það var búið að klára það sem þurfti að klára,“ sagði Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, við Morgunblaðið.