„Utanvegaakstur er óheimill samkvæmt lögum. Hann er bara glæpur gagnvart landinu,“ segir Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra.
Í umhverfisráðuneytinu hafi í vetur verið unnið að aðgerðaáætlun gegn utanvegaakstri og Svandís vonast til að geta kynnt áætlunina í lok þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu.
Í Morgunblaðinu í gær var ítarlega fjallað um utanvegaakstur og m.a. birt mynd af ummerkjum um hann. Einnig voru birtar myndir af akstri torfæruhjóla í hlíð fyrir ofan gamlar námur og eftir ómerktum slóða á Sveifluhálsi. Svandís sagði ljóst að sumir torfæruhjólamenn gengju mjög langt og því miður væru myndir inni á vefsíðum áhugamanna þar sem menn „stæra sig af því að hafa ekið utan vega og kalla það slóðaakstur“, sagði Svandís.
Sjá nánar um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.