Afmælisveisla í Fjölskyldugarði

Þessir krakkar skemmtu sér vel í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í …
Þessir krakkar skemmtu sér vel í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Haldið er upp á það í dag, að 20 ár eru frá því Húsdýragarðurinn í Laugardal var opnaður. Gestum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum er því boðið upp á kökur og ís í tilefni dagsins.

Þá minnast aðstandendur Þórarins Þorkels Jónssonar hans með því að fela Fjölskyldu- og húsdýragarðinum til varðveislu eitt stærsta einkasafn uppstoppaðra fugla á Íslandi. Safnið var í eigu Þórarins sem lést í nóvember á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert