Flóahreppur stefndi fyrir skömmu umhverfisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, fyrir að standa í vegi fyrir uppbyggingu í hreppnum. Ráðherrann hefur sem kunnugt er neitað að staðfesta aðalskipulag þar sem gert er ráð fyrir virkjun við Urriðafoss.
Málið var þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun maí, að sögn Aðalsteins Sveinssonar, oddvita Flóahrepps, í gær. „Við fórum fram á flýtimeðferð og ráðuneytið fékk frest til 1. júní til að skila greinargerð,“ sagði Aðalsteinn.