Magma fær 14,7 milljarða

Magma Energy fær sam­tals 14,7 millj­arða króna að láni frá op­in­ber­um aðilum vegna kaupa á 98,53% hluta­fjár í HS Orku. Þegar Geys­ir Green Energy (GGE) keypti stór­an hlut í HS Orku af Reykja­nes­bæ fékk fé­lagið selj­endalán frá bæj­ar­fé­lag­inu. Nú þarf bæj­ar­stjórn Reykja­nes­bæj­ar að taka af­stöðu til þess hvort lánið verði fram­lengt til Magma Energy, en það hef­ur ekki verið gert form­lega.

Morg­un­blaðið greindi frá því í gær að tæp 40% kaup­verðs Magma Energy á hlut Geys­is Green Energy fæl­ust í yf­ir­töku á skulda­bréfi sem gefið var út til Reykja­nes­bæj­ar. Sveit­ar­fé­lagið sendi frá sér til­kynn­ingu í kjöl­farið þar sem meðal ann­ars sagði að til­boðið yrði skoðað af bæj­ar­stjórn, þar sem Magma Energy væri sterk­ari bak­hjarl en GGE. Magma verður því að öll­um lík­ind­um end­an­leg­ur greiðandi skulda­bréfs­ins, en ekki GGE, að því gefnu að Reykja­nes­bær geri ekki kröfu um að Magma greiði skulda­bréfið upp við kaup­in á hlutn­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert