Norrænu ríkin skrifuðu í dag undir samninga við ríkin Antigua og Barbuda, Dominica, Grenada og St. Lucia en Norræna ráðherranefndin hefur að undanförnu unnið að því að gera samninga um upplýsingagjöf til skattayfirvalda við skattaskjól um heim allan.
Upplýsingaskiptasamningurinn veitir skattayfirvöldum aðgang að gögnum
um innstæður og tekjur skattskyldra þegna. Jafnframt mun samningurinn
stuðla að því að ljóstra upp um tekjur sem ekki hafa verið gefnar upp í
heimalandi. Til að uppfylla skilyrði stjórnarskrá landanna eru allir
samningar tvíhliða og þing viðkomandi lands verður að samþykkja þá áður
en þeir ganga í gildi.
Frá haustinu 2007 hafa norrænu ríkin gert fjölda samninga um upplýsingagjöf til skattayfirvalda og í saman eru Norðurlöndin framarlega í alþjóðlegu samstarfi gegn skattaflótta.