Ólafur Ragnar ræðir breytt valdahlutföll í veröldinni

For­seti Íslands Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son flutti í gær setn­ing­ar­ræðu á alþjóðlegri ráðstefnu í boði Norður-Suður stofn­un­ar­inn­ar sem starfar á veg­um Evr­ópuráðsins. Í ræðu sinni fjallaði for­set­inn um þær miklu breyt­ing­ar sem orðið hafa í sam­skipt­um Evr­ópu­ríkja og þró­un­ar­landa og hvernig breytt valda­hlut­föll í ver­öld­inni sköpuðu nýj­an grund­völl fyr­ir stefnu­mót­un og alþjóðlega sam­vinnu. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá for­seta­embætt­inu.

Norður-Suður stofn­un­in var sett á lagg­irn­ar fyr­ir tutt­ugu árum á grund­velli samþykkta þings Evr­ópuráðsins, en Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son skipu­lagði fyr­ir hönd Evr­ópuráðsins viðamikla evr­ópskra þing­mannaráðstefnu sem hald­in var í Lissa­bon árið 1984 þar sem sú stefna var mótuð.

Ólaf­ur Ragn­ar rakti hvernig hætt­an á óaft­ur­kræf­um lofts­lags­breyt­ing­um væri nú sam­eig­in­leg­ur vandi allra ríkja. Breyt­ing­ar á orku­kerf­um gegndu lyk­il­hlut­verki í þeirri bar­áttu og þró­un­ar­lönd hefðu fjölda tæki­færa sem tækniþróun und­an­far­inna ára hefði fært þeim. Jafn­framt nefndi for­set­inn að skort­ur á drykkjar­vatni, erfiðleik­ar við öfl­un fæðu, fjölg­un flótta­manna vegna nátt­úru­ham­fara og skertra lands­gæða sem og hætt­urn­ar sem fylgdu hækk­un sjáv­ar­borðs sýndu að ör­lög allra þjóða væru nú samof­in, sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu.

For­seti Íslands átti jafn­framt fund í Lissa­bon með Jor­ge Sampaio fyrr­ver­andi for­seta Portú­gals og for­stöðumanni banda­lags ólíkra menn­ing­ar­heima sem starfar á veg­um Sam­einuðu þjóðanna (UN High Representati­ve for the Alli­ance of Civilisati­ons) en mark­mið þess er að auka skiln­ing og virðingu milli ólíkra trú­ar­bragða og menn­ing­ar­heima.

Þá átti for­seti einnig fund með Maud de Boer-Buquicchio aðstoðarfram­kvæmda­stjóra Evr­ópuráðsins þar sem m.a. var rætt um mik­il­vægt fram­lag Íslands til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópuráðsins og þátt­töku ís­lenskra þing­manna í stefnu­mót­un þings Evr­ópuráðsins.

For­seti ræddi einnig við frétta­menn og full­trúa portú­galskra fjöl­miðla, blaða, tíma­rita og út­varps­stöðva, seg­ir enn­frem­ur í til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert