Óttast hærra orkuverð til almennings

Árni Þór Sigurðsson, formaður þingflokks VG.
Árni Þór Sigurðsson, formaður þingflokks VG. Ómar Óskarsson

Árni Þór Sig­urðsson, vara­formaður þing­flokks VG, seg­ir ástæðu til að hafa áhyggj­ur af því að kaup Magma á HS-orku leiði til hærra orku­verðs til al­menn­ings.

Þing­flokk­ur VG ræddi í dag um kaup Magma á HS-orku og um auðlinda­nýt­ingu al­mennt. „Ég reikna með að við mun­um halda áfram umræðum um þessi mál á næst­unni og hvort að það er með ein­hverj­um hætti hægt að hafa áhrif á þró­un­ina eins og hún blas­ir við í dag,“ sagði Árni.

Mik­il óánægja er í þing­flokkn­um með að sala fyr­ir­tæk­is­ins skuli hafa gengið í gegn. Árni Þór sagði að flokk­ur­inn ætlaði að skoða bet­ur hvað leiðir séu fær­ar í stöðunni. Hann úti­lok­ar ekki að reynt verði að hafa áhrif á málið með laga­setn­ingu.

For­ystu­menn VG hafa verið gagn­rýnd­ir fyr­ir að bregðast seint við því lengi hef­ur lengið fyr­ir að Magma hefði áhuga á að kom­ast yfir HS-orku. „Það lá fyr­ir strax í haust að rík­is­stjórn­in hefði áhuga á að koma inn í þetta mál. Þegar þetta kem­ur upp aft­ur núna þá gerðu aðilar máls­ins sér al­veg grein fyr­ir því að rík­is­stjórn­in var ennþá áhuga­söm um það. Þess vegna var beðið um að málið yrði ekki klárað til að rík­is­stjórn­in hefði ráðrúm til þess að ræða hvort að hún gæti með ein­hverj­um hætti komið að mál­inu, en sá frest­ur var ekki gef­inn.“

Ross Beaty, for­stjóri Magma, sagði við fjöl­miðla í vik­unni að verð á raf­orku til stóriðju væri of lágt og fyr­ir­tækið vildi reyna að hækka það. Árni Þór var spurður hvort hann væri ekki ánægður með þessa yf­ir­lýs­ingu.

„Við skul­um sjá til hvernig það fer. Manni sýn­ist nú að orku­verð sé al­mennt á upp­leið. Við höf­um áhyggj­ur af því að þetta geti leitt til hærra orku­verðs fyr­ir al­menn­ing eins og einka­væðing í orku­geir­an­um hef­ur gert víðast hvar. Það eru mý­mörg dæmi um þetta vest­an hafs og aust­an að þessi þróun hafi ein­mitt leitt til hærri orku­verðs til al­menn­ings.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert