Síldveiðar að hefjast hjá HB Granda

Stefnt er að því að Lundey NS fari til síld­veiða eft­ir hvíta­sunnu­helg­ina eða um miðja næstu viku og í fram­hald­inu munu Faxi RE og Ing­unn AK verða send til veiða að sögn Vil­hjálms Vil­hjálms­son­ar, deild­ar­stjóra upp­sjáv­ar­sviðs HB Granda.  Þetta kem­ur fram í frétt á vef HB Granda.

Að sögn Vil­hjálms hef­ur lítið heyrst af gangi síld­veiða en a.m.k. eitt ís­lenskt skip hef­ur reynt fyr­ir sér að und­an­förnu. Í fyrra fóru skip HB Granda til síld­veiða um 24. maí þannig vertíðarbyrj­un­in nú verður á svipuðu róli ef farið verður til veiða eft­ir hvíta­sunn­una.

Hjá fiskiðju­veri HB Granda á Vopnafirði hef­ur verið unnið að und­ir­bún­ingi síld­ar­vertíðar­inn­ar und­an­farn­ar vik­ur. Búið er að kaupa tvær nýj­ar, sjálf­virk­ar flök­un­ar­vél­ar af Baader­gerð auk nýrra færi­banda og ann­ars búnaðar til inn­möt­un­ar á síld­ar­vél­arn­ar. Magnús Ró­berts­son, vinnslu­stjóri á Vopnafirði, seg­ir að verið sé að leggja loka­hönd á breyt­ing­ar á vinnslu­saln­um en þar eru nú sjö flök­un­ar­vél­ar og þar af þrjár sjálf­virk­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka