Skjáltahrina við Gjögurtá

Skálftar hafa mælst norðvestur af Gjögurtá. Mynd fengin af vef …
Skálftar hafa mælst norðvestur af Gjögurtá. Mynd fengin af vef Veðurstofu Íslands.

Skjálftahrina hófst norðanvestur af Gjögurtá á sjötta tímanum í kvöld. Skv. upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er verið að fara yfir gögn vegna jarðskjálftanna, sem urðu fyrir norðaustan Siglufjörð. Öflugasti skjálftinn sem hefur mælst voru tæpir 4 á Richter.

Sá fyrsti, sem varð rétt fyrir 17:30, var áberandi stærstur. Um tugur eftirskjálfta hefur fylgt í kjölfarið. Þeir stærstu hafa verið um 2 á Richter.

Tilkynningar bárust um að skjálftinn hefði fundist á Ólafsfirði og Siglufirði. Skjálftar af þessari stærð verða annað slagið á þessum slóðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert