„Ég reikna með að við munum halda áfram umræðum um þessi mál á næstunni og hvort það er með einhverjum hætti hægt að hafa áhrif á þróunina eins og hún blasir við í dag.“
Þetta sagði Árni Þór Sigurðsson, varaformaður þingflokks VG, en flokkurinn ræddi um kaup Magma á HS Orku á fundi síðdegis í gær.
Mikil óánægja er í þingflokknum með að sala fyrirtækisins skuli hafa gengið í gegn. Árni Þór sagði að flokkurinn ætlaði að skoða betur hvaða leiðir væru færar í stöðunni. Hann útilokar ekki að reynt verði að hafa áhrif á málið með lagasetningu.