Eitt er að setja leikreglur og annað að fylgja þeim eftir. Samkeppniseftirlitið ætlast til þess að bankarnir tryggi að farið sé að settum reglunum og væntir þess að aðilar á markaði hafi vakandi auga með því að reglunum sé fylgt. Þetta segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll hélt ræðu á morgunfundi Samkeppniseftirlitsins í morgun um yfirtöku banka á atvinnufyrirtækjum og áhrif þess á samkeppni og endurreisn atvinnulífsins. Rúmlega 160 manns frá fjölmörgum sviðum atvinnulífsins sóttu fundinn.
Meðal annars kynnti Páll kjarnasjónarmið sem Samkeppniseftirlitið telur að hafa eigi að leiðarljósi við endurskipulagningu atvinnufyrirtækja. Á meðal þeirra sjónarmiða sem fram komu má nefna eftirfarandi:
Með þetta að leiðarljósi setti Samkeppniseftirlitið eignarhaldi bankanna á tilteknum atvinnufyrirtækjum ítarleg skilyrði. Meðal annars hvað varðar:
Páll sagði ennfremur að fleiri ákvarðanir séu í farvatninu.
Páll sagði ennfremur að halda skuli því sérstaklega til haga að bankarnir þrír og aðilar á þeirra vegum hafi sýnt Samkeppniseftirlitinu fullan samstarfsvilja við mótun þessara skilyrða. Þannig hafi þeir í öllum tilvikum fallist á þau skilyrði sem Samkeppniseftirlitið hefur talið nauðsynleg til þess að heimila yfirtökurnar. Í skilyrðunum felast reglur sem bankarnir hafa þannig skuldbundið sig til að fylgja, að viðlögðum stjórnvaldssektum, ef út af er brugðið.