Dagleg kirkjustörf í höndum séra Óskars

Óskar Hafsteinn Óskarsson.
Óskar Hafsteinn Óskarsson. mbl.is/Sigurður Bogi

Dag­legt kirkju­starf í Sel­foss­kirkju verður í hönd­um séra Óskars Haf­steins Óskars­son­ar, sam­kvæmt ákvörðun Karls Sig­ur­björns­son­ar, bisk­ups Íslands. 

Ágrein­ing­ur hef­ur verið uppi um málið og er að það ákvörðun bisk­ups að prest­ur, en ekki sókn­ar­prest­ur­inn Krist­inn Ágúst Friðfinns­son, hafi um­sjón með því.

„Sókn­ar­prest­ur er í fyr­ir­svari um kirkju­legt starf í sókn­um prestakalls­ins og hef­ur for­ystu um mót­un þess og skipu­lag. Í fyr­ir­svari og for­ystu sókn­ar­prests felst ekki stjórn­un­ar­vald eða boðvald yfir presti,“ seg­ir í ákvörðun bisk­ups. 

Þá kem­ur fram að miðað við fólks­fjölda og skipt­ingu sókn­ar­barna milli sókna í prestakall­inu sé eðli­legt að prest­arn­ir hafi báðir skrif­stofu í safnaðar­heim­ili Sel­foss­kirkju.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert