Dagleg kirkjustörf í höndum séra Óskars

Óskar Hafsteinn Óskarsson.
Óskar Hafsteinn Óskarsson. mbl.is/Sigurður Bogi

Daglegt kirkjustarf í Selfosskirkju verður í höndum séra Óskars Hafsteins Óskarssonar, samkvæmt ákvörðun Karls Sigurbjörnssonar, biskups Íslands. 

Ágreiningur hefur verið uppi um málið og er að það ákvörðun biskups að prestur, en ekki sóknarpresturinn Kristinn Ágúst Friðfinnsson, hafi umsjón með því.

„Sóknarprestur er í fyrirsvari um kirkjulegt starf í sóknum prestakallsins og hefur forystu um mótun þess og skipulag. Í fyrirsvari og forystu sóknarprests felst ekki stjórnunarvald eða boðvald yfir presti,“ segir í ákvörðun biskups. 

Þá kemur fram að miðað við fólksfjölda og skiptingu sóknarbarna milli sókna í prestakallinu sé eðlilegt að prestarnir hafi báðir skrifstofu í safnaðarheimili Selfosskirkju.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert