Ekki von á stórum eðjuflóðum

Eðjan fyllti farveg Svaðbælisár og flaut yfir varnargarðana á köflum. …
Eðjan fyllti farveg Svaðbælisár og flaut yfir varnargarðana á köflum. Aurinn er gjörsamlega lífvana. Ólafur Eggertsson

Ekki er búist við eðjuflóðum af þeirri stærðargráðu sem kom niður Svaðbælisána og fór yfir varnargarða við Þorvaldseyri í gær. Af þeim sökum kemur ekki til rýmingar bæja undir Eyjafjöllum en þó er enn varað við því að vera á ferli í hlíðum Eyjafjalla.

Þetta kom fram á upplýsingafundi í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð í morgun.

Flóðið í gær kom til vegna yfirborðsösku úr hlíðum Eyjafjallajökuls, en til þess að aurfljóð myndist þarf aska að innihalda 20% - 30% vatn, og líkist það líkist helst fljótandi steypu. Þó svo hliðstæðir atburðir geti átt sér stað á öðrum vatnasvæðum jökulsins er ekki talið að flóð verði af sömu stærðargráðu.

Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli.
Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli. mynd/Hlynur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert