Enn engar upplýsingar um mál Jóns Ásgeirs

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Ómar

Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, segist enn ekki geta gefið upp hvort Jón Ásgeir Jóhannesson hafi komið upplýsingum um eignir sínar til skila. „Það er dómsmál í gangi og við teljum ekki rétt að fjalla um þetta í fjölmiðlum þegar málið er komið í þennan farveg,“ segir Steinunn.

Stefna um kyrrsetningu eigna á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni var birt lögmönnum hans í Bretlandi fyrir 13. maí sl., og er því vika liðin. Steinunn áréttar að Jón Ásgeir hafði 48 klukkustundir frá því að honum var stefnan birt til að skila listanum og vísar til þess sem kom fram á blaðamannafundi slitastjórnar Glitnis hvað varðar viðurlög við að skila listanum ekki eða gefa rangar upplýsingar. „En eins og ég segi, þá er málið í farvegi.“

Á fundinum kom fram að Jón Ásgeir mætti búast við því að verða handtekinn og eiga fangelsisvist yfir höfði sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert