Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í Brussel hefur afhent Evrópuþinginu skýrslu um aðildarumsókn Íslands og koma þar fram efasemdir um að aðild hljóti samþykki hér í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ríkisstjórnin sé og hafi frá upphafi verið klofin í málinu og kannanir sýni minnkandi stuðning við aðild.
Sagt er í skýrslunni, sem ekki er ætluð til almennrar dreifingar, að stuðningur við ESB-aðild hafi farið stöðugt minnkandi frá því sl. sumar er umsóknin var lögð inn. ,,Ein ástæðan er að margir hafa á tilfinningunni að ESB beiti óbeinum þrýstingi gegn Íslendingum til að fá þá til að samþykkja samninga um að greiða Icesave.
Margir Íslendingar höfðu vonast til þess að ESB myndi taka að sér hlutverk sáttasemjara í deilunni og mæla með jafnari skiptingu á skuldabyrðinni. Þótt framkvæmdastjórnin fullyrði að algerlega verði skilið á milli umsóknarinnar og Icesave-deilunnar efast margir á Íslandi um að svo verði."