Gosvirkni hefur minnkað

Ekkert lát er á gosinu í Eyjafjallajökli en gosvirknin hefur …
Ekkert lát er á gosinu í Eyjafjallajökli en gosvirknin hefur þó minnkað. mbl.is/RAX

Gos­virkni í Eyja­fjalla­jökli hef­ur minnkað nokkuð und­an­farna daga. Það geti bent til þess að kraft­ur í gos­inu fari minnk­andi. Þetta sagði Stein­unn Jak­obs­dótt­ir, jarðeðlis­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, á stöðufundi í morg­un.

Stein­unn sagði að vegna slæms skyggn­is sé erfiðara að segja til um gang goss­ins. Hins veg­ar megi sjá á radar­mynd­um frá Land­helg­is­gæslu Íslands, að gos­mökk­ur­inn sé tölu­vert minni en að und­an­förnu. Sam­kvæmt þeim hafi hann farið niður í þrjá kíló­metra í gær, þó svo hann hafi farið upp í sex til sjö kíló­metra hæð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert