Hafa áhyggjur af hvalveiðimálum

Hvalveiðiskip Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn.
Hvalveiðiskip Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn.

Bæjarstjórn Akraness  samþykkti í gær ályktun þar sem lýst er miklum áhyggjum  af þeirri stöðu sem upp sé komin vegna hvalveiðimála. Komið hafi fram, að forráðamenn Hvals hf. sjái öll tormerki á að skipuleggja veiðar og vinnslu í sumar vegna framkomins frumvarps um hvalveiðar sem liggur fyrir Alþingi. 

Skorar bæjarstjórn Akraness á Alþingi, í ljósi hinnar erfiðu stöðu í atvinnumálum,  að afturkalla strax frumvarp varðandi leyfisveitingar til hvalveiða.

„Atvinnuástand á Vesturlandi er grafalvarlegt og nái frumvarpið fram að ganga eru a.m.k. 150 störf í hættu. Það ástand sem þetta frumvarp skapar og hefur hefur haft á rekstur fyrirtækisins  Hvals hf. er algjörlega óviðunandi. Þess ber að geta að mjög margt námsfólk hefur fengið sumarvinnu hjá Hval hf. auk hinna fjölmörgu verktaka sem starfa hjá fyrirtækinu við viðhaldsþjónustu og fleira allt árið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert