Harpa stendur vart undir vaxtakostnaði

Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa

Erfitt er að sjá að tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa muni nokkurn tímann standa undir byggingarkostnaði, en byggingin er að stórum hluta fjármögnuð með lánum.

Stofnkostnaður við byggingu hússins verður að minnsta kosti 27,5 milljarðar króna. Af því fé voru tveir milljarðar í reiðufé lagðir inn af Portus og Landsbanka, en afgangurinn hefur verið tekinn að láni.

Skuldir vegna byggingarinnar nema því nú um 25,5 milljörðum króna að nafnvirði. Þá hefur komið fram í fjölmiðlum að áætlaður rekstrarkostnaður tónlistarhússins sé um milljarður króna á ári. Hvert sæti þarf því að skila um milljón í kassann á hverju ári til að reksturinn gangi upp.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka