Samið um fjórar Herjólfsferðir

Horft yfir Landeyjahöfn.
Horft yfir Landeyjahöfn. mynd/Arnór Páll

Bæjarstjórn Vestmannaeyja og Eimskip hafa gert með sér samkomulag sem felur í sér um að hvor aðili um sig greiðir þriðjung þess sem kostar að fjölga ferðum Herjólfs í Landeyjahöfn í fjórar ferðir að meðaltali á dag. Samkomulagið er háð því að ríkið leggi fram þriðjung af kostnaðinum.

Samkomulagið var kynnt og samþykkt á bæjarstjórnarfundi í Eyjum í kvöld. Þar lagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri, fram minnisblað þar sem um mikilvægi þess að ferðum Herjólfs verði fjölgað úr 1360 í 1488.  Þar kemur ma. fram að verði einungis farnar 1360 ferðir liggi fyrrir að frá 1. október til 31. apríl verði fyrstu farþegar til Eyja ekki komnir þangað fyrr en um 13.  Ef 125 ferðum er bætt við séu fyrstu farþegar komnir til Eyja um kl. 9:30. 

Í minnisblaðinu kemur einnig fram að Eimskip hafi að beiðni Vestmannaeyjabæjar reiknað kostnað við fjölgun ferða úr 1360 í 1485.  Niðurstaða þeirra reikninga var að brúttó kostnaðarauki yrði um 18 milljónir króna. Samkvæmt samkomulaginu leggja Vestmannaeyjabær og Eimskip  til 6 milljónir hvort í aukaferðirnar. Samkomulagið er háð því að samgönguráðuneytið eða Vegagerðin leggi fram þær 6 milljónir sem á vantar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert