Grænt ljós gefið 17. júní?

Nokkrir af forvígismönunm ESB (f.v.) Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra …
Nokkrir af forvígismönunm ESB (f.v.) Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, Herman Van Rompuy forseti Evrópuráðsins og formaður framkvæmdastjóranr ESB; Jose Manuel Barroso. reuters

Samn­inga­nefnd Íslands gagn­vart Evr­ópu­sam­band­inu von­ast til að leiðtogaráð sam­bands­ins ákveði á lýðveld­is­degi Íslend­inga að hefja aðild­ar­viðræður. Ráðið fund­ar yf­ir­leitt fjór­um sinn­um á ári og hef­ur næsti fund­ur þess verið boðaður 17. júní.

„Við göng­um út frá því að ákvörðun um að hefja viðræður verði tek­in í júní,“ seg­ir Stefán Hauk­ur Jó­hann­es­son, formaður samn­inga­nefnd­ar­inn­ar. Aðild­ar­um­sókn Íslands er ekki að finna á drög­um að dag­skrá fund­ar­ins. Lík­legt er þó að dag­skrá­in eigi eft­ir að breyt­ast, seg­ir Stefán Hauk­ur, sem von­ast til að um­sókn Íslend­inga verði af­greidd á fund­in­um.

Í nýrri skýrslu fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins koma fram efa­semd­ir um að aðild­ar­samn­ing­ur hljóti samþykki í þjóðar­at­kvæðagreiðslu hér á landi og bent er á að rík­is­stjórn­in sé klof­in í mál­inu. Þá seg­ir að stuðning­ur ís­lensks al­menn­ings við ESB-aðild hafi farið minnk­andi.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert