Grænt ljós gefið 17. júní?

Nokkrir af forvígismönunm ESB (f.v.) Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra …
Nokkrir af forvígismönunm ESB (f.v.) Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, Herman Van Rompuy forseti Evrópuráðsins og formaður framkvæmdastjóranr ESB; Jose Manuel Barroso. reuters

Samninganefnd Íslands gagnvart Evrópusambandinu vonast til að leiðtogaráð sambandsins ákveði á lýðveldisdegi Íslendinga að hefja aðildarviðræður. Ráðið fundar yfirleitt fjórum sinnum á ári og hefur næsti fundur þess verið boðaður 17. júní.

„Við göngum út frá því að ákvörðun um að hefja viðræður verði tekin í júní,“ segir Stefán Haukur Jóhannesson, formaður samninganefndarinnar. Aðildarumsókn Íslands er ekki að finna á drögum að dagskrá fundarins. Líklegt er þó að dagskráin eigi eftir að breytast, segir Stefán Haukur, sem vonast til að umsókn Íslendinga verði afgreidd á fundinum.

Í nýrri skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins koma fram efasemdir um að aðildarsamningur hljóti samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu hér á landi og bent er á að ríkisstjórnin sé klofin í málinu. Þá segir að stuðningur íslensks almennings við ESB-aðild hafi farið minnkandi.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert