Hámarkslækkun 3 milljónir

Bílalán í erlendri mynt munu brátt lækka.
Bílalán í erlendri mynt munu brátt lækka. Ómar Óskarsson

Félagsmálaráðherra stefnir að því eftir sveitarstjórnarkosningar að leggja fram frumvarp á Alþingi um lækkun bílalána í erlendri mynt. Það felur í sér að algeng lækkun höfuðstóls verður 20-35%.

Hámarkslækkun höfuðstóls er þrjár milljónir. Skv. frumvarpinu verður ekki heimilt að innheimta eftirstöðvar bílaláns með því að ganga að húseign lántakans.

Kveðið er á um að eftirstöðvar bílalána einstaklinga verði bakreiknaðar að lántökudegi með tilliti til gengisþróunar og síðan framreiknaðar með tilliti til verðlagsþróunar með 15% álagi.

Líklegt er að dómur falli í Hæstarétti í lok júní um lögmæti bílalána í erlendri mynt, en tveir dómar hafa fallið í héraðsdómi um málið. Í öðrum voru lánin talin lögleg, en í hinum ólögleg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert