Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er stödd í Danmörku þar sem hún tekur þátt í hnattvæðingarþingi á vegum norrænu ráðherranefndarinnar og reglulegum fundi norrænu forsætisráðherranna.
Meginmarkmið hnattvæðingarþingsins er tvíþætt. Annars vegar að skapa umræðu og vettvang hugmynda um hvernig Norðurlöndin gætu orðið frumkvöðlar á sviði tækniþróunar og vistvænnar orku og hins vegar að ræða hugmyndina um orkusparandi samfélag og hvernig nýta megi orku sem best.