Símaskráin kemur út í dag

Símaskráin kemur út í dag
Símaskráin kemur út í dag

Símaskráin kemur út í dag og af því tilefni verður opnuð sýning á öllum 1.500 tillögunum sem bárust í forsíðusamkeppni Símaskrárinnar 2010 í vetur á Já.is. Verðlaunatillagan „Mundu mig – ég man þig“ eftir þær Önnu Ingólfsdóttur rithöfund og Elísabetu Brynhildardóttur myndlistamann prýðir forsíðu Símaskrárinnar.

Hvert eintak símaskrárinnar vegur um tvö kíló og er bókin 1.560 blaðsíður. Hin hefðbundna símaskrá er afhent án gjalds en harðspjaldaútgáfan kostar kr. 700. Ritstjóri Símaskrárinnar er Guðrún María Guðmundsdóttir.

Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að nálgast Símaskrána í verslunum Krónunnar, Símans, Vodafone og á bensínstöðvum Skeljungs og Olís. Á bensínstöðvunum og hjá Símanum við Ármúla eru einnig móttökugámar fyrir eldri Símaskrár. Á landsbyggðinni er Símaskráin afhent á öllum afgreiðslustöðum Póstsins þar sem einnig er tekið við eldri skrám. Einnig er hægt að nálgast skrána í verslunum Símans og Vodafone á Akureyri. Á dreifbýlustu svæðunum sér Pósturinn um að keyra Símaskrána heim til viðtakenda. 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert