Skattar eiga að hækka um 11 milljarða

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið.

Ellefu milljarðar króna eiga að fást með aukinni skattheimtu á næsta ári, að því er kom fram í fréttum Útvarpsins. Vinnur fjárlagahópur á vegum ríkisstjórnarinnar nú tillögur um að hækka hátekjuskatt, auðlegðarskatt og orkuskatt á stjóriðju.

Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, sagði að fjárlagahópurinn setji sér það markmið að hagræða um 40-45 milljarða króna í ríkisrekstrinum á næsta ári. Stærsti hlutinn af þessu verði rekstrarmegin, líklega á bilinu 70-75% af upphæðinni.

Fjórðungur, eða tíu til ellefu milljarðar króna, eiga að fást með auknum sköttum.  Ekki standi þó til að leggja nýja skatta á fólk eða fyrirtæki, heldur eigi að reyna að ná meira út úr þeim sköttum sem teknir voru upp í fyrra, einkum orkuskatti á stóriðju, hátekjuskatti og auðlegðarskatti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert