Verður skýrslan kynjagreind?

Skýrslan.
Skýrslan. Ernir Eyjólfsson

Til skoðunar er að fá sér­fræðinga í kynja­fræðum til að lesa yfir Rann­sókn­ar­skýrslu Alþing­is og leggja í kjöl­farið fram til­lög­ur að úr­bót­um. Atli Gísla­son, þingmaður VG og formaður nefnd­ar sem ætlað er að fara yfir skýrsl­una, staðfesti þetta. Óákveðið er hvort nefndarálitið verði gefið út á bók.

Vinna við I. bindi skýrsl­unn­ar er langt kom­in, sem og vinna við II., III. og IV. bindi og það síðasta, VIII. bindið sem fjall­ar um siðferði og fjöl­miðla. Vinna við V., VI og VII. bindi er hins veg­ar skemra á veg kom­in.

Níu þing­menn eiga sæti í nefnd­inni en sér­fræðing­ar henn­ar eru Bryn­dís Hlöðvers­dótt­ir, deild­ar­for­seti laga­deild­ar Há­skól­ans á Bif­röst, dr. Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, pró­fess­or við laga­deild Há­skól­ans í Reykja­vík og Jónatan Þór­munds­son pró­fess­or.

En hvaða vægi mun kynja­fræðin fá í þess­ari rann­sókn?

„Þetta mál er enn þá til meðferðar í nefnd­inni og það hef­ur ekki verið tek­in ákvörðun um það enn þá. Ég vil ekki greina nán­ar frá því fyrr en nefnd­in er búin að ljúka um­fjöll­un sinni,“ seg­ir Atli sem tek­ur þó und­ir að þátt­ur karllægr­ar hegðunar í viðskipta­líf­inu og menn­ingu lands­ins al­mennt í hrun­inu verði tek­inn til skoðunar, verði á annað borð ráðist í slíka kynja­grein­ingu.

Niður­stöðu að vænta í ág­úst

Að sögn Atla á nefnd­in að skila áliti áður en haustþingið tek­ur til starfa í sept­em­ber­byrj­un en ætl­un­in er að ræða til­lög­ur nefnd­ar­manna á þing­inu. Er því miðað við skil upp úr miðbiki ág­úst­mánaðar þannig að tími gef­ist til að und­ir­búa mögu­leg­ar laga­setn­ing­ar fyr­ir þingið.

Nefnd­in hóf störf í janú­ar og kom 15 sinn­um sam­an áður en skýrsl­an kom út 12. apríl sl. Fundað er á þriðju­dög­um og föstu­dög­um. Hún hef­ur síðan hist 10 sinn­um.

„Við átt­um und­ir­bún­ings­fundi þar sem við fór­um yfir laga­regl­ur og sitt­hvað fleira. Við feng­um sér­fræðinga okk­ar á fund hvað snert­ir ráðherra­ábyrg á Lands­dómi, til að skoða ýmis álita­efni og sitt­hvað fleira [...] Við erum búin að fá rann­sókn­ar­nefnd­ina fyr­ir [þing­nefnd­ina] í tvígang, meðal ann­ars í upp­hafi strax eft­ir að skýrsl­an kom og síðan siðanefnd­ar­hóp­inn í tvígang.“

Geng­ur eft­ir áætl­un

Atli seg­ir vinn­una ganga vel.

„Þetta geng­ur eft­ir áætl­un. Við erum að skoða hvert bindi fyr­ir sig og skrifa út­drætti úr því, taka út gátlista fyr­ir gagn­rýn­is­atriði og fleira [...] Við stefn­um að því að klára þessi bindi í júní og svo verðum við í mik­illi vinnutörn frá 10. ág­úst og þar á meðal er þessi ráðherra­ábyrgð und­ir. Nefnd­in verður lík­lega starf­andi lang­leiðina út júní en síðan tök­um við frí í júlí ef frí skyldi kalla þegar nefnd­ar­menn eru að lesa og fleira. En nefnd­in mun ekki koma sam­an þá. Það er líka tekið til­lit til sum­ar­leyfa starfs­manna Alþing­is [...] Um ráðherra­ábyrgðina hef­ur ekki verið tek­in nein ákvörðun.“ 

Aðspurður um hvernig álitið verður sam­sett seg­ir Atli að þótt enn sé mik­il vinna framund­an megi bú­ast við að álits­gerðir verði sett­ar fram sem at­huga­semd­ir við texta í skýrsl­unni. Kostnaður við álits­gerðina al­mennt ligg­ur ekki fyr­ir.

Meðal þess sem nefnd­in skoðar er hvort til­efni sé til að vísa mál­um til Lands­dóms vegna hugs­an­legra brota emb­ætt­is­manna á starfs­skyldu sinni í aðdrag­anda hruns­ins.

„Við leggj­um kapp á að hraða ákvörðunum um það hvort að málið fyr­ir Lands­dóm eða ekki,“ seg­ir Atli sem tel­ur ótíma­bært að ræða þessa hlið frek­ar á þessu stigi.

Um þessa hlið álits­gerðar­inn­ar seg­ir á vef nefnd­ar­inn­ar:

„Í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar verður lagt mat á ábyrgð á hugs­an­leg­um mis­tök­um og van­rækslu stjórn­valda sem áttu þátt í hrun­inu. Gefi niður­stöður rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar til­efni til mun þing­manna­nefnd­in taka af­stöðu til fram­göngu ráðherra í aðdrag­anda hruns­ins.“

Mun ekki hlaupa á millj­ón­um

Spurður um kostnaðinn við mögu­lega kynja­grein­ingu á efni skýrsl­unn­ar seg­ir Atli ljost að hann muni ekki hlaupa á millj­ón­um.

„Aðal­atriðið er það að þetta er einn þátt­ur af afar mörg­um sem við erum að skoða. Við erum að skoða sér­stak­lega eft­ir­lits­hlut­verk Alþing­is. Við erum líka sér­stak­lega að skoða starfs­hætti Alþing­is og óskuðum eft­ir skýrslu um það. Þær eru að vinna í því, Bryn­dís og Ragn­hild­ur.

Við erum að ein­blína á ákveðin atriði þar sem þeim hef­ur verið falið að út­víkka. Við erum að skoða þetta al­gjör­lega heild­stætt. Síðan er okk­ur heim­ilt að taka ákv­arðanir um fram­halds­rann­sókn­ir og þar hafa verið nefnd­ir ýmis þætt­ir eins og spari­sjóðirn­ir, líf­eyr­is­sjóðirn­ir og sitt­hvað fleira. Við tök­um ekki ákvörðun um það fyrr en við erum búin að taka af­stöðu um hvert bindi fyr­ir sig. Þá get­um við mælt fyr­ir um fram­halds­rann­sókn­ir. Það yrði þá ekki fyrr en að við erum búin að ljúka okk­ur af í heild­arniður­stöðum okk­ar.“

Breytt­ir starfs­hætt­ir Alþing­is?

Í skýrsl­unni er fjallað um starfs­hætti Alþing­is og sú gagn­rýni þar sett fram að þar séu mælsku­brögð sett ofar sann­leiks­ást þess sem rök­ræðir.

Innt­ur eft­ir því hvort skýrsl­an og nefndarálitið mun í rás tím­ans leiða til breyt­inga á þing­hald­inu sagðist Atli ekki vita það og bætti við: „Við tök­um á þessu atriði.“

„Þetta er hörð gagn­rýni á Alþingi, starfs­hætti þess og mála­til­búnað og nefnd­in mun óhjá­kvæmi­lega fjalla um það og skila ein­hverju áliti um það. Þetta kem­ur mjög fram í VIII. bind­inu, siðnefnd­ar­bind­inu, sem við vor­um að ræða í morg­un.“

Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Steingrímur J. Sigfússon á þingflokksfundi …
Lilja Móses­dótt­ir, Atli Gísla­son og Stein­grím­ur J. Sig­fús­son á þing­flokks­fundi VG. Úr mynda­safni. Árni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka