Enn beðið eftir Sigurði

Sigurður Einarsson er eftirlýstur á vef Interpol.
Sigurður Einarsson er eftirlýstur á vef Interpol.

Enn hefur ekki tekist að hafa hendur í hári Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings. „ Þetta er bara í ferli og eitt af þeim verkefnum sem við stöndum frammi fyrir í þessari rannsókn,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari vegna bankahrunsins, um beðina eftir Sigurði.

Stjórnarformaðurinn fyrrverandi hefur sem kunnugt er ekki komið til landsins í yfirheyrslu vegna rannsóknar sérstaks saksóknara, en Sigurður er búsettur í London. Aðspurður hvað gerist ef Sigurður kemur ekki til landsins, segir Ólafur Þór að embættið tjái sig ekki um hvað sé hugsanlega framundan hjá því.

Rannsóknir sérstaks saksóknara ganga vel og eru nokkurn veginn á áætlun, segir Ólafur. „En þetta eru þannig mál að þau munu taka þó nokkurn tíma í rannsókn.“ Ekkert nýtt sé að frétta af þeim að svo stöddu.

Ólafur Þór Hauksson.
Ólafur Þór Hauksson. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert