Fíngert öskufall er á Hvolsvelli. „Þetta er algjört duft, sem maður verður ekki mikið var við nema maður rýni í þetta,“ segir Kristín Erna Leifsdóttir, íbúi á Hvolsvelli. „Maður sér þetta á bílum og sér duftið líka þyrlast upp á eftir bílunum.“
Auk þess að vera fínna en verið hefur á Hvolsvelli, segir Kristín öskuna vera ljósari en áður.
Kristín starfar sem stuðningsfulltrúi í grunnskólanum á Hvolsvelli. Hún segir að börnin finni ekki mikið fyrir öskunni sjálfri. Hins vegar hafi það áhrif á þau að fá ekki að fara út að leika sér þegar það er öskufall. „Og þau verða ekki ánægð yfir því að þurfa að vera með grímu. „Það er ekki hægt að anda með þessar grímur,“ segja þau"