Lögreglan á Selfossi gerði upptækt töluvert magn af kannabis í dag. Í morgun voru þrír karlmenn teknir með milli 20 og 30 grömm af marijúana á sér. Framkvæmd var húsleit hjá mönnunum, en fannst ekkert við þær, og var þeim sleppt um kvöldmatarleytið að loknum yfirheyrslum.
Lögreglumenn við reglubundið eftirlit sáu mennina koma út úr kjallara í morgun og ákvað að líta betur á þá. Þeir voru að sögn lögreglumanns á Selfossi fyrst og fremst yfirheyrðir vegna vörslu og meðferðar fíkniefna, en síður vegna gruns um sölu.
Síðar um daginn gerði lögreglan 17 kannabisplöntur upptækar á Eyrarbakka. Málin eru ekki talin tengjast. Húsráðandi viðurkenndi að eiga plöntunar og var sleppt að skýrslutöku lokinni. Ekkert fannst við húsleit hjá honum sem bendir til sölu og segir lögregla magnið benda til að viðkomandi hafi fyrst og fremst ætlað efnið til eigin neyslu.