Stór rúða í tengiálmu Alþingis og nýju viðbyggingarinnar við Austurvöll var brotin í nótt þegar ruslastampi var grýtt í hana. Næturverðir gáfu lögreglu greinargóða lýsingu á skemmdarvarginum en ekki er vitað hvað honum gekk til með athæfinu.
Hjá Alþingi fengust þær upplýsingar að þetta hefði gerst í nótt og að lögreglan hafi komið á vettvang skömmu síðar.
Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fengust þær upplýsingar fyrir stundu að maðurinn væri ófundinn.