Tæplega 300 útskrifaðir frá Verzlunarskólanum

Frá útskrift Verzlunarskóla Íslands í dag
Frá útskrift Verzlunarskóla Íslands í dag

Alls voru brautskráðir 297 nemendur, 282 úr dagskóla og 15 úr fjarnámi, frá Verzlunarskólanum í dag. Hér er um Íslandsmet að ræða hvað varðar fjölda nemenda í einni og sömu brautskráningunni, segir í tilkynningu frá skólanum. Í útskriftarhópnum eru 169 stúlkur og 128 piltum.
Úthlutað var í þriðja sinn úr sjóði sem stofnaður var í tilefni 100 ára afmælis skólans. Fyrrverandi nemendur skólans lögðu samtals kr. 50.000.000 í hann og segir m.a. í skipulagsskrá fyrir sjóðinn að árlega skuli hann styrkja valda nemendur með fjárframlagi, þegar þeir flytjast milli bekkja eða ljúka stúdentsprófi. Skal við það miðað að styrkþegar hafi sýnt afburða námsárangur eða lagt verulega af mörkum til skólastarfsins með þátttöku í félagslífi o.þ.h. Að þessu sinni verður úthlutað 3.500.000 til nemenda skólans.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert